Merkingar á fjallstoppum eins og Grímannsfelli, Mosfelli og Bæjarfelli sem eru ómerkt. Mætti gera á hinum fellunum líka. Málmplata sem fest er í stein/klöpp á fjallstoppi sem inniheldur áletrun með nafn fjalls, hæð yfir sjávarmáli, áttavita, gps staðsetningu og merki Mosfellsbæjar (og OkkarMosó). Hjálpar göngufólki að komast á toppinn. Styður við Geolocating/Benchmark/Geohunting: https://slideplayer.com/slide/8912238/
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
Mætti líka gera á fleiri toppum eins og Úlfarsfelli, Lala, Reykjafelli, Æsustaðafjalli, Helgafelli, Borg ofl. Mætti gera við aðrar náttúruperlur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation