Afgirtur útivöllur með mjúku undirlagi og 4-6 körfum. Frábær aðstaða fyrir börn og fullorðna til að leika sér úti. Hvetur til hreyfingar og útiveru. Gæti verið staðsettur við íþróttamiðstöðvarnar við Varmá og/eða Lágafell.
Allann daginn! Frændi minn og fleiri þurfa á þessu að halda. Geggjuð forvörn líka.
Ætti að ýta undir frábært og vel unnið starf sem Afturelding hefur verið að sinna með yngstu börnunum 👏
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
Sonur minn myndi nota svona völl mikið. Hann æfir nú körfu með Fjölni og fer stundum að æfa sig að skjóta á vellinum við Leirvogstunguleikskóla. Þær körfur eru hins vegar ekki í réttri hæð. Svona völlur með 2 körfum í réttri hæð og 4 lægri körfum yrði frábær viðbót við það sem fyrir er í bænum.
Þetta væri frábær viðbót við Heilsueflandi samfélagið í Mosó!
Margir krakkar í Varmárskóla æfa körfubolta í Lagó en áhuginn gæti verið enn meiri með því að fá svona glæsilegan völl við skólann. Það er kominn tími til að auka körfuboltaiðkun í Mosfellsbæ. Áfram Karfa-Mos!
Frábær aðstaða fyrir börn og fullorðna til að leika sér úti. Hvetur til hreyfingar og útiveru. Körfuboltadeild Aftureldingar er komin með yfir 70 iðkendur þannig að það er áhugi á körfu í Mosó.
Þetta þarf að koma, klárlega
Það vantar góðan körfuboltavöll við Varmá eða jafnvel Helgafellsskóla. Við höfum gert okkur ferð í Gravarvoginn til að leika okkur á almennilegum velli. Mjög leiðinlegt að þurfa að fara í annað bæjarfélag til þess.
Þetta er frábær hugmynd, það vantar betri aðstöðu fyrir körfubolta í bænum og þetta er ein leið til þess að efla áhuga barna á körfubolta. Hér geta allir leikið sér og notið útiveru :).
Klárlega leið til að fá fleiri í Aftureldingu og vekja áhuga á körfuboltanum sem er frábær íþrótt. Það væri frábært að fá svona völl í Varmá þar sem margir krakkar æfa körfubolta þar. Þau þurfa að sækja æfingar upp í Lágó svo gott væri fyrir þau að geta æft sig úti nær heimahögum.
Góðan körfuboltavöll vantar í Mosfellsbæ! Þetta væri geggjað!
Það þarf að uppfæra völlinn
Það væri frábært að fá körfuboltavöll við t.d. íþróttasvæðið að Varmá því það þarf eitthvað fyrir þá sem eru ekki í fótbolta eða handbolta. Það er orðinn mikill áhugi á körfubolta hér í Mosó.
Synir mínir 16 ára og 12 ára spila mikið körfubolta með vinum sínum og er mikil þörf á svona körfuboltavelli.
Nýr körfubolta völlur í lágafellsskóla, plz. 🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽🙏🏽
Frábært að hafa svona völl þar sem allir geta leikið sér í fersku lofti. Nýtist einum jafn sem hóp.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation